Höfum í huga að þessi færsla skiptir engu máli. Það er engin ríkisstjórn á Íslandi. Það er laugardagur. Það þarf ekki alltaf að kljúfa atómið í þessum færslum. Sérstaklega ekki á Nútímanum.
En byrjum á byrjuninni. Tindastóll sigraði Keflavík í toppslag Domino’s-deildar karla í körfubolta á fimmtudaginn. Nema hvað. Karfan.is sinnir körfuboltanum af stakri prýði og tók viðtal Guðmund Jónsson, leikmann Keflavíkur, eftir leikinn og viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Ekkert athugavert við þetta viðtal. Eða hvað?
Horfðu aftur. Eftir 40 sekúndur gerist svolítið stórkostlegt. Eða að minnsta kosti pínu fyndið. Bolti skoppar inn í mynd, úr talsverðri hæð. Skoppar. Skoppar. Hafnar uppi á stól og stoppar þar!
Er reimt í íþróttahúsinu í Keflavík?
Hvernig gerist svona?
????????????
Nokkrar spurningar vakna. Hver henti boltanum? Var þetta viljandi? Hvað var þessi stóll að gera þarna? Og enduðu hinir boltarnir á stólnum með sama hætti?