Eðlisfræðingurinn Andreas Wahl stillti öflugum riffli upp ofan í sundlaug, batt band við gikkinn, stillti sér upp og togaði. Sjáðu hvað gerðist í myndbandinu hér fyrir ofan sem er úr norska þættinum Viten.
Kúlan skaust með látum úr hlaupinu en fékk svo rólega á botn sundlaugarinnar þegar hún var hálfnuð á leiðinni í líkama Wahl. Hann gerði þetta í nafni vísindanna til að sýna að vatn er 800 sinnum þéttara en andrúmsloftið.