Fréttatíminn birti á dögunum viðtal við matreiðslumanninn Björn Ágúst Hansson sem drekkur átta lítra af Pepsi Max á dag og eyðir 400.000 krónum á ári í gosdrykkinn. Viðtalið vakti mikla athygli en margir spurðu sig hvort það sé hreinlega hægt að drekka svona mikið gos á hverjum einasta degi.
Við fengum menntaskólanemann Birkir Ingimundarson með okkur í smá tilraun. Við vildum einfaldlega vita hvort það væri mögulegt að sturta í sig átta lítrum af Pepsi Max á einum sólarhring og hvaða áhrif það myndi hafa á hann. Niðurstöður þessarar svakalegu tilraunar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Birkir glímdi við ýmsa erfiðleika á meðan á tilrauninni stóð og átti til dæmis erfitt með að sitja kyrr. Hann fékk krampa og varð að taka sprett á klósettið. „Það er eitthvað ótrúlegt við þennan mann sem gerir þetta daglega,“ segir hann.
Þetta er ekki eitthvað sem ég mæli með fyrir lokapróf. Ég er ágætlega vanur koffíni en ég var meira og minna alltaf nötrandi.
Birki tókst að drekka átta lítra á dag. Sjáðu hvernig honum gekk í myndbandinu hér fyrir ofan.