DV fjallaði á dögunum um breska rannsókn sem sýndi fram á að handlagni karlmaðurinn sé að deyja út og kunni ekki að skipta um dekk. Við neitum hreinlega að trúa þessu og gerðum því okkar eigin rannsókn.
Elísabet Inga, útsendari Nútímans, stillti bílnum sínum upp með sprungið dekk fyrir utan Fjölbrautaskólann í Garðabæ og lét eins og hún vissi ekkert hvað hún ætti til bragðs að taka.
Við höfnum að tengja rannsókn okkar við kyn enda benda niðurstöðurnar til þess að slíkt sé óþarfi. Falin myndavél fangaði hvernig gekk.
Við höfum engar áhyggjur af framtíðinni eftir þessa litlu tilraun. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Meira ▶️ „Það er ekkert í gangi, það er ekkert stuð, engin melódía, ekkert Eurovision“
Lækaðu Nútíminn myndbönd á Facebook og þú missir ekki af neinu!