Það vakti mikla athygli þegar Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, endurók sömu setninguna alls sjö sinnum í umræðum um Wintris-málið í Vikulokunum á Rás 1 í síðustu viku.
Sjá einnig: Ásmundur Einar beitti aðferð sem Björn Ingi kenndi ungum Framsóknarmönnum
Ásmundur Einar er í sviðsljósinu þessa dagana og hefur haldið áfram að endurtaka sig í fjölmiðlum undanfarna daga. Myndbandið hér fyrir ofan sýnir endurtekningar í Kastljósi í gær og í hádegisfréttum RÚV í dag.
Ásmundur endurtók í sífellu að Sigmundur Davíð hafi stigið til hliðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi fullan hug á áframhaldandi stamstarfi og að hitt og þetta liggi ljóst fyrir. Sjáðu endurtekningarnar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Örskýring um mál málanna: Hvað gekk eiginlega á í gær og hvað gerist næst?