Auglýsing

Erna og Íris tala um kynlíf á meðgöngu á mannamáli: „Djöfull, getur hann ekki farið að fá það?!“

Íris Tanja og Erna Hrund ræða um barneignir í víðu samhengi í ansi skemmtilegum myndböndum sem eru komin út í tengslum við bókina Kviknar. Í myndbandinu hér fyrir ofan ræða þær um kynlíf á meðgöngu.

Kviknar er bók um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Andrea Eyland, ein af höfundum bókarinnar, segir að markmiðið með bókinni sé að meðal annars að opna umræðu um allt sem brennur á tilvonandi foreldrum. „Bókin svarar líka vandræðalegum spurningum og hvetur mæður og feður til að treysta á sig og trúa að barneignarferlið sé æðislegt en á sama tíma alveg grillað,“ segir hún.

Erna Hrund segist í myndbandinu ekki skilja af hverju karlmenn vilji stunda kynlíf með óléttum konum. „Ég hef aldrei upplifað mig jafn ógeðslega ókynþokkafulla á ævinni,“ segir hún hlæjandi.

Smelltu hér til að skoða upplýsingar um bókina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing