Auglýsing

Fánaberi Tonga internethetja eftir að hann mætti olíuborinn á opnunarathöfnina í Ríó

Fánaberi konungsríkisins Tonga sló í gegn á opnunarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó De Janeiro í gær. Pita Nikolas Taufatofua mætti olíuborinn á athöfnina og setti internetið hreinlega á hliðina. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um uppátækið. Pita Nikolas Taufatofua er 32 ára gamall og samkvæmt nýjustu fréttum starfar hann með heimilislausum börnum. Án gríns.

Hann keppir í taekwondo og er fyrsti íþróttamaðurinn frá Tonga sem kemst á Ólympíuleika.

Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan

Aðeins um Tonga: Konungsríkið Tonga er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi á milli Nýja-Sjálands og Havaí. Það er sunnan við Samóa og austan við Fídjieyjar. Eyjarnar eru 169 talsins og þar af 96 byggðar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing