Hjólreiðamaðurinn Peter Sagan hefur verið dæmdur úr leik í Tour de France sem stendur yfir í Frakklandi. Hann virðist hafa gefið hjólareiðamanninum Mark Cavendish olnbogaskot á lokasprettinum í fjórðu dagleiðinni með þeim afleiðingum af sá síðarnefndi féll af hjólinu og axlarbrotnaði.
Ekki nóg með það, einn af hjólreiðamönnunum sem komu á eftir hjólaði yfir höfuðið á Cavendish. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan. Í frétt RÚV um málið kemur fram að Sagan hafi áfrýjað brottrekstri sínum og segist ekki hafa gefið honum olnbogaskot.
World champion Peter Sagan has lodged an appeal after being sensationally booted out of @LeTour. #7News pic.twitter.com/JyG6bAfbRJ
— 7NEWS Melbourne (@7NewsMelbourne) July 5, 2017