Myndband sem Achan Drew birti á Twitter í morgun hefur vakið mikla athygli og meira en milljón áhorf. Hann sat í makindum sínum á klósettinu á veitingastaðnum Chick-Fil-A þegar ungur drengur skríður inn á básinn hans og spyr hvað hann heitir.
Drengurinn þurfti þá bara hjálp við að þvo sér um hendurnar en Drew var ekki líklegur til afreka, þar sem hann sat á klósettinu. Litli drengurinn yfirgaf svo básinn og lokaði á eftir sér eftir stutt spjall við Drew.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan
Chick Fil a never ceases to amaze me. And yes it was my pleasure! pic.twitter.com/GZoB7Bm5T7
— drew. (@achandrew13) March 27, 2018
Eftir að Drew birti myndbandið á Twitter ferðaðist það víða og pabbi drengsins sá það og baðst afsökunar á hegðun drengsins
Hey, Drew. That’s my boy. I’m terribly sorry for the intrusion. He’s very, very friendly, sometimes a bit too much. You handled it extremely well. Thanks for being kind to him. I truly appreciate your understanding and sense of humor about this!
— Len Stevens (@LenStevens1) March 27, 2018
„Þetta er drengurinn minn. Mér þykir þetta leitt. Hann er mjög, mjög vinalegur en stundum aðeins of mikið. Þú höndlaðir þetta mjög vel. Takk fyrir að vera svona góður við hann,“ sagði pabbinn í tísti sínu.
Drew var snöggur að svara og sagði að pabbinn þyrfti engar áhyggjur að hafa, þetta væri í himnalagi.