Fornleifafræðingar hafa fundið skattaskjól í Nauthólsvík. Skattaskjólið er tómt en talið er að það rúmi um 5-600 milljarða króna. Þetta kemur fram í aprílgabbi Nútímans sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Næsta myndband ▶️ Við fórum út að njósna um ökumenn og það voru allir í símanum
Nútíminn tók mið af umræðunni í þjóðfélaginu þegar aprílgabbið var valið en tilefnið er 1. apríl sem er í dag. Til að auka trúverðugleika aprílgabbsins var Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur fengin til að tjá sig um málið. Við þökkum henni fyrir þátttökuna í aprílgabbinu.
Skattaskjólið er tómt þannig að Íslendingar eru hvattir til að mæta með peningana sína milli klukkan 14 og 16 í dag, vilji þeir komast undan því að greiða af þeim skatt. Hafa ber þó í huga áður en haldið er að stað um aprílgabb er að ræða og að „skattaskjólið“ er í raun pappakassi af skrifstofu Nútímans.
Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!