Auglýsing

Forsetaframbjóðandi sem hætti við vildi reisa risa Edengarð undir milljarða glerþaki

Árni Björn Guðjónsson, listmálari og húsgagnasmiður, hefur dregið til baka framboð sitt til forseta Íslands. Árni Björn greindi frá framboðinu í gær en er nú hættur við vegna „sérstakra ástæðna.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Árna.

Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. Í yfirlýsingunni segist hann vona að hver sem nái kjöri verði ötull baráttumaður eða -kona gegn hatri meðal mannkyns.

Árni Björn tók þátt í frumkvöðlaþættinum Toppstöðinni á RÚV í haust. Þar kynnti hann gríðarlega metnaðarfulla hugmynd: Risavaxinn heilsugarð sem átti að vera undir glerþaki. Þegar hann kynnti hugmyndina í þættinum var hann þegar búinn að fá tilboð í glerþakið upp á fjóra milljarða.

Horfðu á kynningu Árna í spilaranum hér fyrir ofan.

Hugmynd Árna komst ekki áfram en hann sagðist þó ætla að halda áfram að vinna í henni. Í garðinum eiga að vera 144 lúxusíbúðir, aðstaða fyrir brimbrettaiðkun, verslunarmiðstöð ásamt aðstöðu fyrir ýmsa aðra afþreyingu. Þá á að vera suðrænn Edengarður.

„Ég reikna með að svona staður yrði heimsfrægur á örskammri stund,“ sagði Árni í Toppstöðinni. Hann var afar ósammála mati dómnefndar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing