Forsetaframbjóðendum var boðið að kynna sig og málefni sín á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, kíkti á fundinn, spjallaði við nemendur og fylgdist með frambjóðendunum kynna sig.
Það dró til tíðinda þegar Hrannar Pétursson lýsti yfir á fundinum að hann væri hættur við framboð. Nemendur í HR voru misánægðir með frambjóðendurna og ákvörðun Ólafs Ragnars um að bjóða sig fram á ný eins og Nútíminn komst að. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.