Auglýsing

Frumsýna þáttaröð byggða á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir fara á flakk

Fyrsti hluti af fjórum í stuttþáttaröðinni Myndin af mér er hér hefur verið frumsýndur á Facebook-síðu Vodafone. Þáttaröðin er byggð á sönnum frásögnum úr íslenskum raunveruleika þegar nektarmyndir, sem eru sendar í trúnaði, fara á flakk og segir frá áhrifunum sem slíkt hefur á líf þeirra sem fyrir því verða. Horfðu á fyrsta hluta hér fyrir ofan.

Myndin af mér er eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Brynhildi Björnsdóttur en þær gerðu áður fræðslustuttmyndirnar Fáðu já og Stattu með þér um kynlíf og kynferðisofbeldi. Í tilkynningu kemur fram að áhersla sé lögð á að fræða en ekki hræða, kynna vandamálið og leiðir til lausnar en ekki draga upp of svarta eða vonlausa mynd af ástandi sem er þó grafalvarlegt.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, handritshöfundur myndarinnar, fræddi sextán þúsund börn og unglinga um stafrænt kynferðisofbeldi árið 2015 með fyrirlestrarröðinni Ber það sem eftir er og er handritið byggt á samtölum við unglinga sem leituðu til hennar af því tilefni. Aðrir helstu aðstandendur myndarinnar eru Brynhildur Björnsdóttir leikstjóri og Halla Kristín Einarsdóttir aðstoðarleikstjóri.

„Höfundar sækja að þessu sinni meðal annars í smiðju Skam þáttanna. Því verður myndinni skipt í fjóra hluta og einn hluti frumsýndur á Facebook-síðu Vodafone daglega dagana 16.-19. janúar þegar myndin fer á vefinn í heild sinni,“ segir í tilkynningu.

„Myndin á erindi við breiðan aldurshóp en er einkum miðuð að efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Heimasíðan myndinafmer.is hefur verið opnuð í tengslum við myndina þar sem meðal annars verður að finna leiðarvísi fyrir kennara og þá sem vilja nýta myndina og þættina til að skapa umræðugrundvöll um málefnið við börn og unglinga.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing