Sirrý Hallgrímsdóttir skrifaði á dögunum bakþanka í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Píratinn“. Pistillinn vakti mikla athygli og var deilt á samfélagsmiðlum hátt í 1.400 sinnum.
Á meðal þess sem fólk lét hafa eftir sér í kommentakerfi Vísis var: „Mögulega verst skrifaða grein aldarinnar“, „Sirrý Hallgrímsdóttir er fyrir löngu búin að skrifa sig frá allri vitrænni umræðu um stjórnmál“ og: „Hélt að ég væri að lesa brandara en það vantaði punchline-ið.“
Nútíminn ákvað að gæða pistilinn lífi og fékk Leikhópinn X til að taka þátt í verkefninu. Úr varð dramatískt atriði sem fer orðrétt eftir pistlinum og gæti mögulega sýnt hvernig Sirrý sá þetta allt saman fyrir sér. Eða ekki. Ef þú ert ekki búin/n að lesa pistilinn skaltu gera það hér og horfa svo á myndbandið hér fyrir ofan.
Ester Sveinbjarnardóttir og Hjörtur Sævar Steinason léku í atriðinu og Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir aðstoðaði við tökur en hún er meðstofnandi Leikhópsins X. Við þökkum þeim kærlega fyrir og mælum með að fólk kynni sér Leikhópinn X á Facebook.