Auglýsing

Fyrsti heimavöllur Gunnhildar Yrsu var úti í garði: „Maður setti upp föt og skó og var að rekja á milli“

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í eldlínunni þegar stelpurnar okkar hófu leik á Evrópumótinu í fótbolta í Hollandi í gær. Liðið gerði vel en fékk víti í andlitið undir lok leiksins og sorglegt tap var staðreynd.

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Gunnhildi á æskuheimili hennar í Garðabæ og fékk að skoða fyrsta heimavöllinn hennar. Gunnhildur sparkaði í bolta í vegg úti í garði en þurfti þá að passa sig á gluggunum. „Maður þurfti að passa að hitta ekki í glugga, þá var maður ekki í góðum málum,“ segir hún. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Braustu aldrei neitt?

„Nei, kannski einhverja vasa inni en maður getur alltaf keypt nýja vasa í IKEA.“

Næsti leikur Íslands er á móti Sviss á laugardaginn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing