Auglýsing

Geggjað augnablik í beinni þegar Telma hrósaði Balta fyrir byssurnar, sjáðu myndbandið

Baltasar Kormákur kynnti Eiðinn, nýjustu kvikmynd sína, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Baltasar fer með aðalhlutverk myndarinnar og lagði augljóslega mikið á sig en eins og Telma Tómasson benti svo hreinskilnislega á er hann orðinn helmassaður. „Maður sér það bara, þú ert á stuttermabolnum og sér byssurnar.“

Vó. Fékk Baltasar hrós fyrir „byssurnar“ í beinni útsendingu? Nútíminn stóðst ekki mátið og klippti saman smá grín. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Eiðurinn verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem hefst 6. september, en myndin verður frumsýnd hérlendis þann 9. september.

Þá hefur myndin verið valin til þáttöku í aðalkeppni San Sebastian-hátíðarinnar sem fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni í september. Eiðurinn keppir um Gullnu Skelina, aðalverðlaun hátíðarinnar sem veitt eru fyrir bestu myndina.

Baltasar Kormákur fer með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Heru Hilmarsdóttur og Gísla Erni Garðarssyni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing