Auglýsing

Grillfeðurnir fundu bestu lambakótilettuna: „Er í lögum að það megi ekki nota hnífapör til að borða kótilettur?“

Hvað er betra en grilluð kótiletta? Nú, grilluð kótiletta. Þær eru nefnilega misjafnar, grilluðu kótiletturnar. Erum við búin að tala nógu mikið um grillaðar kótilettur hérna? Aldrei.

Nú er komið að því að Grillfeðurnir prófa grillaðar kótilettur. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan til að fræðast. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, passaði upp á að smökkunin færi vel fram.

Sjá einnig: Hvaða pylsu er best að setja á grillið? „Þetta er beikon! Uppistaða alls lífs á jörðinni“

Grillfeðurnir eru þeir Hjalti Vignis og Arnar Sigurðsson sem stýra Facebook-hópnum Grillsamfélag Íslands. Hópurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir ástríðufulla grillara til að deila öllu því sem tengist grillmenningu, hvort sem um ræðir gas, kol eða reyk, uppskriftir, aðferðir og það sem hverjum dettur í hug hverju sinni. Samfélagið stækkar stöðugt og í dag eru meðlimirnir rúmlega þrjú þúsund.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing