Gummi lenti í bílsslysi þegar hann var níu ára og lét taka af sér fótinn þegar hann var orðinn fullorðinn. Hann er með gervifót frá Össuri sem er svo háþróaður að hann gleymir stundum að hann sé með gervifót.
„Ég var orðinn öryrki og gat ekki unnið og var með stanslausa verki. Ég gat varla gengið,“ segir hann í myndbandinu hér fyrir ofan.
Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Gumma í Hörpu og fékk hann til að sýna okkur gervifótinn magnaða. Eftir að hann lét taka af sér löppina lét hann taka sig af örorku og hóf störf hjá Össuri. „Ég átti tvo stráka og langaði að komast í fótbolta og hlaupa á eftir þeim,“ segir hann.
Gummi gengur allt að 12 kílómetra á dag fyrir Össur en áður en hann missti fótinn gat hann gengið um 500 til þúsund metra á dag.
Nemar voru græddir inn í vöðva í fæti hans og þeir nema vöðvavirkni. „Ef ég hugsa að ég ætli að fá tánna upp, þá hugsa ég það og táin kemur upp,“ segir hann.
Næst ▶️ Ókeypis túrtappar og dömubindi í Hagaskóla í vikunni: „Það er enginn lúxus að vera á túr“
Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!