Myndin Jökullinn logar – leiðin okkar á EM verður frumsýnd um mánaðarmótin. Þeir Sölvi Tryggvason og leikstjórinn Sævar Guðmundsson hafa fengið óheftan aðgang að landsliðinu og fylgt því eftir í gegnum ótrúlegt ævintýri í undankeppni EM.
Sjáðu nýja og geggjaða stiklu úr myndinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Myndin er sagan af gullkynslóð íslenskrar knattspyrnu sem skráði sig í sögubækurnar með því að verða fámennasta þjóð sögunnar til að komast í lokakeppni stórmóts í vinsælustu íþrótt heims.
Í myndinni er sögð saga ungra stráka frá Íslandi sem dreymir um að komast með landsliðinu á stórmót í fótbolta, þó að það sé afskaplega óraunhæft. Hugmyndin að verkefninu kviknaði hjá Sölva Tryggvasyni sumarið 2014 en í myndinni sjáum við liðið í algjörlega nýju ljósi frá öllum sjónarhornum.