Rapparinn geðþekki, Herra Hnetusmjör sendi í hádeginu í dag frá sér myndband við nýja lagið, Spurðu Um Mig. Lagið er unnið í samstarfi við Jóhann Karlsson eða Joe Frazier eins og hann kallar sig. Lagið kom út á Spotify fyrir helgi og hlaut strax talsverða athygli.
Myndbandið er afar glæsilegt en það var Hlynur Hólm sem sá um leikstjórn, myndatöku og klippingu.