Hildur Þórðardóttir en sá frambjóðandi sem hefur hlotið minnst fylgi í forsetakosningum. Hildur fékk 294 atkvæði en Guðrún Margrét Pálsdóttir fékk 477 atkvæði, Ástþór 615 atkvæði og Elísabet Jökulsdóttir 1.280 atkvæði.
Þetta er sérstakt í ljósi þess að Hildur hélt augljóslega besta partíið í gær eins og Ægir Þór Eysteinsson, fréttamaður RÚV, komst að í kosningavöku Sjónvarpsins. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Gestir Hildar sungu með tónlist Frikka Dórs og voru í miklu stuði þegar Ægir leit við. Hann spjallaði við Hildi sem var, þrátt fyrir allt, ánægð með útkomu kosninganna.
Alls slógu fjórir frambjóðendur met Hannesar Bjarnasonar frá síðustu kosningum fyrir fæst atkvæði í forsetakosningum í gær. Hann fékk 1.556 atkvæði árið 2012 sem var þá versta kosning sem nokkur hefur fengið í forsetakosningum á Íslandi.