Auglýsing

Hjörvar Hafliða, Áslaug Arna og Frikki Dór hvetja ungt fólk til að kjósa, sjáðu myndbandið

Nútíminn og Kjarninn hafa tekið höndum saman og hvetja ungt fólk til að kjósa í forsetakosningunum á laugardaginn. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Verðurðu ekki heima á laugardaginn? Hér eru upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

Kjörsókn ungs fólks hefur minnkað hraðar á undanförnum árum en meðal þeirra sem eldri eru. Séu niðurstöður íslensku kosningarannsóknarinnar á kosningahegðun Íslendinga í síðustu fjórum Alþingiskosningum skoðaðar, þá sést að yngstu aldurshóparnir draga kjörsóknarhlutfallið niður.

#kjósum er hvatning til ungs fólks til að snúa þessari þróun við. Til að vekja athygli á herferðinni fékkst landsþekkt fólk til að koma fram í laufléttu myndbandi þar sem skilaboðin eru skýr: Hvert atkvæði skiptir máli.

Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Sé meðaltal kjörsóknar í kosningunum 2003, 2007, 2009 og 2013 skoðað sést að aldurshópurinn 18-24 ára skilar sér síst á kjörstað.

Að meðaltali svöruðu 82,0 prósent á aldrinum 18 til 24 ára sem tóku þátt í kosningarannsókninni þessi ár að þau hefðu kosið í Alþingiskosningum. Miðað við fólk á 35 til 64 ára þar sem meðalhlutfall þeirra sem sögðust hafa kosið var 91,8 prósent.

Í síðustu forsetakosningum hefur kjörsókn verið mun dræmari en kjörsókn í Alþingiskosningum. Í forsetakosningunum 2012 kusu aðeins 69,3 prósent þeirra sem voru á kjörskrá, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Árið 2004 kusu enn færri eða 62,9 prósent. Til samanburðar kusu 81,5 prósent í Alþingiskosningum 2013 og enn fleiri árið 2009 eða 85,1 prósent kosningabærra manna.

Samstarfsverkefni Kjarnans og Nútímans var sett af stað á samfélagsmiðlum í dag og stendur fram að kosningum með myllumerkinu #kjósum.

Við hvetjum alla til að dreifa boðskapnum og deila myndbandinu á Facebook og Twitter.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing