„Við töpuðum fyrir liði þar sem allir eru nánast með sama eftirnafn — þetta var eins og tapa fyrir skólaliði í Northam.“
Þetta sagði breski grínistinn Rob Beckett þegar umræða hófst um enska karlalandsliðið í fótbolta í þættinum Mock of the Week á BBC. Stólpagrín var gert að Íslendingum og víkingaklappinu í þættinum. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Þátturinn var tekinn upp seint í sumar en sýndur á BBC 2 um helgina.