Sindri Rafn Sindrason, stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, fékk ekki miða í íslensku stúkuna á leiknum gegn Austurríki. Þá var aðeins eitt í stöðunni og það var að setjast hjá rauðklæddum Austurríkismönnum.
Svo fór sem fór og Sindri fagnaði mörkunum tveimur og glæsilegum sigrinum innilega ásamt félögum sínum, umkringdur (augljóslega friðelskandi) stuðningsfólki Austurríkis.
Ekki nóg með það — hann tók upp myndbönd og birti á Twitter. Myndböndin má sjá hér fyrir neðan.
Hér fagna þeir glæsilegu marki Jóns Daða
Hér er ég Austurríkismegin að fagna markinu hjá Íslandi. #emisland #isl pic.twitter.com/SQs3qJsMrT
— Sindri Sindrason (@Sindrason) June 22, 2016
Og hér fagna þeir ótrúlegu marki Arnórs Ingva og auðvitað sigrinum
Bara svona followup af fyrra tweeti! #emisland #isl pic.twitter.com/qha3BCCAx6
— Sindri Sindrason (@Sindrason) June 22, 2016
Ísland mætir Englandi í 16 liða úrslitum á mánudaginn. Áfram Ísland!