Við horfðum öll á Ófærð. Ólíkt flestum öðrum þá sáum við glitta í rómantíska sögu um ástir og örlög íbúa smábæjar úr þessari mögnuðustu sjónvarpsþáttaröð Íslandssögunnar.
Hvað ef Andri væri vinnualki og að stærsta vandamálið hans væri að sinna ekki þeim sem hann elskar nógu vel? Var það kannski málið? Hvað ef bæjarstjórinn væri góður gaur og allir í bænum væru að leita að ástinni en ekki morðingja?
Sjáðu stikluna hér fyrir ofan. Hún er aðeins til gamans gerð enda sprenghlægileg. Við fengum Pétur Jónsson, Twitter-legend (@senordonpedro) og manninn sem færði okkur pjöllusáputrailerinn til að glæða stikluna lífi með rödd sinni.
Næst ▶️ Standast börnin páskaeggjaprófið? Þurftu að standast fjall af súkkulaði til að fá verðlaun
Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!