Auglýsing

Hvað fannst fólkinu sem var tekið fyrir um Skaupið? Ekkert högg fyrir Íslensku þjóðfylkinguna

Áramótaskaupið virðist ekki hafa farið fyrir brjóstið á þeim sem urðu fyrir barðinu á Jóni Gnarr og félögum. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fór á stúfana og ræddi við fólk sem var tekið fyrir en engan bilbug var á þeim að finna. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Tryggvi fékk kveðju frá Guðna Th. sem hrósaði honum fyrir frammistöðuna sem forsetinn í skaupinu

Vigdís Hauksdóttir, forseti Íslands, Sigmundur Davíð, Bjarni Ben, Samfylkingin og Íslenska þjóðfylkingin voru á meðal þeirra sem voru tekin fyrir í áramótaskaupinu á RÚV á gamlárskvöld.

Vigdís, Helgi Helgason úr Íslensku þjóðfylkingunni og Oddný Harðardóttir svöruðu kallinu um að spjalla við Nútímann um skaupið. Þau eiga það sameiginlegt að vera afar ánægð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing