Áramótaskaupið virðist ekki hafa farið fyrir brjóstið á þeim sem urðu fyrir barðinu á Jóni Gnarr og félögum. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fór á stúfana og ræddi við fólk sem var tekið fyrir en engan bilbug var á þeim að finna. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Tryggvi fékk kveðju frá Guðna Th. sem hrósaði honum fyrir frammistöðuna sem forsetinn í skaupinu
Vigdís Hauksdóttir, forseti Íslands, Sigmundur Davíð, Bjarni Ben, Samfylkingin og Íslenska þjóðfylkingin voru á meðal þeirra sem voru tekin fyrir í áramótaskaupinu á RÚV á gamlárskvöld.
Vigdís, Helgi Helgason úr Íslensku þjóðfylkingunni og Oddný Harðardóttir svöruðu kallinu um að spjalla við Nútímann um skaupið. Þau eiga það sameiginlegt að vera afar ánægð.