Garðar Viðarsson, best þekktur sem Gæi, er einn vinsælasti Snappari landsins en fylgjendurnir eru hátt í 18 þúsund. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, hitti Gæa, sem er með notendanafnið IceRedneck á Snapchat, á heimavelli á dögunum. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Gæi fór á dögunum til Tenerife í frí og leyfði fylgjendum sínum að sjálfsögðu að fylgjast með því. Ferðalagið jók vinsældirnar hans til muna en hvernig er venjulegur dagur í lífi Gæa, nú þegar hann er kominn aftur heim? Elísabet komst að því og ýmsu öðru.