Úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins fara fram í Laugardalshöll á laugardaginn. Þá kemur í ljós hver fer fyrir Íslands hönd í lokakeppni Eurovision í Svíþjóð í vor.
Nútíminn leitaði til sérstakra spáhvolpa til að reyna að komast að því fyrirfram hver hreppir hnossið. Við merktum sex matarskálar með nöfnum laganna sem keppa til úrslita og sú skál sem laðar að sér flesta hvolpa er líklegust til sigurs samkvæmt yfirnáttúrulegum kröftum hvolpanna.
Við notuðum íslensk nöfn laganna, svo hvolparnir myndu nú skilja þau. Felix Bergsson var svo að sjálfsögðu fenginn til að lýsa þessum stórkostlega viðburði. Horfið á myndbandið hér fyrir ofan. Það er þess virði. Þvílík krútt!
Meira ▶️ Fyrsta lagið með Karó er komið með 80 þúsund spilanir á Spotify
Lækaðu Facebook-síðu Nútímans myndbanda og þú missir ekki af neinu!