Sjónvarpsmaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson fékk heilblóðfall þegar hann var að byrja að taka upp þáttinn Hrafnaþing á ÍNN í byrjun júní. Ingvi Hrafn birti í gær upptöku af tilraunum sínum til að hefja þáttinn sem má finna í spilaranum hér fyrir ofan.
Heilablóðfallið kom skyndilega á og hvarf á þrjátíu mínútum en Ingvi Hrafn var fluttur á sjúkrahús og útskrifaður þaðan laugardaginn 4. júní síðastliðinn.
Ingvi Hrafn fékk í gær dr. Elías Ólafsson, prófessor og yfirlækni taugalækningadeildar LSH, til sín í þáttinn sem útskýrði fyrir honum hvað átti sér stað. Smelltu hér til að horfa á allan Hrafnaþingsþáttinn frá því í gær.
Þegar heilablæðingin átti sér stað gerði Ingvi Hrafn nokkrar tilraunir til að hefja þáttinn án árangurs. Hann sagðist í samtali við DV á dögunum ætla að afhenda læknadeild Háskólans upptökuna. Horfðu á upptökuna í spilaranum hér fyrir ofan.