Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel barðist við tárin í þætti sínum í gær þegar hann lýsti baráttu nýfædds sonar síns. Sonurinn, sem kom í heiminn á dögunum var með hjartagalla og þurfti að gangast undir aðgerð skömmu eftir fæðinguna. Horfðu á myndbandið úr þættinum hér fyrir neðan.
Jimmy undirstrikaði strax að sagan sem hann var að fara að segja endaði vel. Aðgerðin tókst vel en sonur hans þarf þó að gangast undir að minnsta kosti tvær aðgerðir í viðbót.
Jimmy var afar þakklátur hjúkrunarfræðingunum og læknunum sem björguðu lífi sonar hans. Þegar drengurinn fæddist virtist allt vera í lagi en hjúkrunarfræðingur tók eftir því að ekki var allt með felldu þegar Jimmy var kominn með hann í fangið.
Í ljós kom að hann var með hjartasjúkdóm og þurfti að gangast undir aðgerð. Jimmy gagnrýndi Donald Trump fyrir tillögur um að skera niður framlög til heilbrigðismála en hrósaði um leið þinginu fyrir að hafna tillögunni og auka framlögin.
Hann sagði að enginn ætti að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhag þegar aðstæður sem þessar koma upp. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.