Domino’s auglýsti eftir Óskapizzu þjóðarinnar í byrjun vikunnar. Fólk getur farið inn á þessa síðu og sett saman eigin pizzu, nákvæmlega eins og það vill hafa hana.
Dómnefnd velur svo fimm pizzur sem fara í úrslit og í kjölfarið kýs þjóðin Óskapizzuna dagana 22. til 24. febrúar. Höfundarnir fimm sem komast í úrslit fá ársbirgðir af pizzum og sá sem sigrar fær flug til Evrópu. Óskapizza þjóðarinnar fer svo inn á matseðilinn á Domino’s.
Elísabet Inga fékk grínistana Jóhann Alfreð og Dóra DNA í smá pizzukeppni en þeir bjuggu báðir til óskapizzurnar sínar. Keppnin var æsispennandi eins og myndbandið hér fyrir ofan sýnir og skiljanlega féllu úrslitin misjafnlega í kramið hjá þeim félögum.
https://twitter.com/DNADORI/status/699690282833543168
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan. Smelltu svo hér til að taka þátt, gera betur en Dóri og Jóhann og setja saman þitt meistarastykki.