Auglýsing

Jón Jónsson og Friðrik Dór kíktu á rúntinn og hentu í besta bílakarókí sem þú munt sjá

Bræðurnir og tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson eru komnir heim til Íslands eftir að hafa fylgt íslenska landsliðinu á HM í fótbolta. Þeir skelltu sér á rúntinn í gær og tóku upp geggjað bílakarókí sem Jón birti í Story á Instagram reikningi sínum. Sjáðu myndbandið hér að ofan.

Sjá einnig: Könnun: Friðrik Dór og Jón Jónsson gefa út tvö Þjóðhátíðarlög en hvort er betra?

„Ég þarf að minna þig á það eftir þessa löngu daga í Rússlandi að þú ert poppstjarna hér á Íslandi,” segir Jón við Friðrik áður en þeir taka saman alla helstu smelli Friðrik Dórs.

Sjá einnig: Christina Aguilera fer á kostum í stórkostlegu bílakarókí með James Corden

Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hefur reglulega tekið frægt fólk í bílakarókí í sjónvarpsþáttum en Friðrik og Jón gefa Hollywood stjörnunum ekkert eftir.

Þeir taka saman lög á borð við Hlið við hlið, Í síðasta skipti, Skál fyrir þér og Heimaey ásamt því að sýna smá forsmekk af nýju efni sem er væntanlegt frá Frikka Dór.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing