Hljómsveitin Kaleo hefur sent frá sér myndband við lagið Save Yourself. Myndbandið var frumsýnt á vef Wall Street Journal og er tekið upp á ísjaka á Fjallsárlóni. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Jökull Júlíusson segir í viðtali við Wall Street Journal að þetta hafi verið fólknasta myndbandsgerð sem hann hefur tekið þátt í. Það tók 22 klukkutíma að taka upp myndbandið og það var ekki mikið sofið þar sem einn sólahringur fór í upptökurnar.
„Þeir þurftu að koma öllum tækjunum fyrir á ísjakanum með bátum þar sem rafmagnssnúrurnar lágu undir ísjakanum og ofan í vatninu,“ segir Jökull.
Lagið er mjög rólegt og passar því fullkomnlega inn í fallegt umhverfi Fjallsárlóns.
Ísjakinn var á ferð sem einfaldaði hlutina ekki fyrir hljómsveitina og tökuliðinu. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.