Auglýsing

Kanadískur Youtube bloggari smakkaði mat á Íslandi í skemmtilegu myndbandi

Kanadíski Youtube bloggarinn Derek Gerard birti um helgina myndband af ferð sinni til Íslands. Í myndbandinu smakkar hann ýmislegt sem Ísland hefur upp á að bjóða. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Rúmlega 1,7 milljón manns fylgja Gerard á Youtube en hann ferðaðist hingað til lands í byrjun júní. Gerard var ánægður með matinnn á Aktu taktu og KFC en hann var ekki eins hrifinn af harðfisk og kleinum. Þá fékk hann myglaðan ost í Bónus og var vitanlega ekki ánægður.

Gerard valdi matinn sem hann fékk sér af handahófi og endaði á ansi skemmtilegum stöðum. Hann var mjög ánægður með að hafa farið inn á Litlu Kaffistofuna til að mynda þrátt fyrir að hafa ekki verið hrifinn af kleinunni sem hann fékk þar.

Rúmlega 700 þúsund manns hafa horft á myndband Gerard á Youtube á einum sólahring. Sjáðu myndbandið.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing