Auglýsing

„Karlar mega segja „sjúgðu á mér tittlinginn“ í sjónvarpinu en ef kona segir „sjúgðu á mér snípinn“ verður allt vitlaust“

Breska tímaritið i-D fjallar um íslenskt hipp hopp í myndbandi á vefsíðu sinni. Heilsað er upp á Reykjavíkurdætur, GKR og Sturla Atlas. Þá hefur tímaritið einnig birt ýtarlegt viðtal við Sturla Atlas. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Í myndbandinu fylgir tímaritið Reykjavíkurdætrum í útgáfupartí á Prikinu, fer út á land með Sturla Atlas og í hljóðver með GKR. Reykjavíkurdætur ræða meðal annars um veruleika kvenna í tónlist og segja að karlar megi segja „sjúgðu á mér tittlinginn“ í sjónvarpinu en ef þær segja „sjúgðu á mér snípinn“ verði allt vitlaust.

Eru þær eflaust að vísa í þegar Ágústa Eva gekk út úr beinni útsendingu í þætti Gísla Marteins síðasta vetur og allt varð vitlaust. Skömmu áður hafði hljómsveitin Úlfur Úlfur komið fram í sama þætti og notað svipað orðbragð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing