The Voice hefur göngu sína í Sjónvarpi Símans á föstudagskvöld. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fékk að skyggnast bakvið tjöldin við tökur á fyrstu þáttunum. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Svali og Svavar snúa aftur sem kynnar. Svali segir ekki auðvelt fyrir keppendurna að stíga á svið í The Voice. „Það er ekkert klappað þegar þú labbar inn á svið. Bara þögn,“ segir hann.
Ímyndaðu þér að þú sért að fara að syngja uppi á sviði, labbar ganginn, upp á svið, framhjá hljómsveitinni, fullt af fólki, geðveikt mikið af ljósum, kamerur úti um allt, stólarnir fjórir fyrir framan þig og þú ert að fara að syngja. Það segja allir að þetta sé eins og fokking aftaka.
Nútíminn fær að skyggnast bakvið tjöldin í þáttunum næstu vikurnar. Fylgist með!