Kristín Laufey og Anna Þórdís fengu báðar styrk úr Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur sem styrkir tekjulágar konur til náms. Hvorug þeirra hefði getað farið í nám nema fyrir tilstilli sjóðsins. Elísabet Inga, útsendari Nútímans, ræddi við Kristínu og Önnu. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Kristín er 25 ára og nemi við félagsliðabraut í Borgarholtsskóla. Áður en hún hóf nám hafði hún unnið í sjoppum og matvöruverslunum í mörg ár, þangað til að hún fékk nóg og langaði að gera eitthvað annað.
Það hamlar manni rosalega að lifa í fátækt, maður heyrði alveg að fólk sagði að það yrði ekkert úr manni.
Með styrknum úr sjóðnum gat Kristín greitt skólagjöld, skólabækur og allt sem tengist náminu. Hún hafði engan veginn efni á að fara í skóla, borga mat og húsnæði og allt annað sem lífinu fylgir og því hjálpaði styrkurinn henni mjög mikið.
Menntunarsjóðurinn verður með söluborð í Kringlunni mæðradagshelgina 13. og 14. maí, frá kl. 13-18. Seldar verða mæðradagsblómavörurnar sem framleiddar hafa verið fyrir sjóðinn í áranna rás til að selja á mæðradaginn. Hér er hægt að lesa meira um Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.