Nokkrir hressir krakkar í nýju myndbandi sem auglýsingastofan Árnasynir gerði fyrir Innflytjendaráð og Velferðarráðuneytið vegna átaks gegn fordómum vöktu mikla athygli í Kastljósinu á RÚV í gær. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Takmarkið með átakinu er að vekja athygli á því að öll fæðumst við fordómalaus og að fordómalaust samfélag sé ríkt samfélag og því til mikils að vinna ef umræðan er opnuð á jákvæðan hátt.
Ævar vísindamaður spyr krakkana ýmissa spurninga sem snúa að málefninu og meðal annars hvers vegna við séum ekki öll eins. Svörin eru hrikalega skemmtileg.