Gjörningurinn Ljósiða var frumfluttur í eimbaði Vesturbæjarlaugar á Sundlauganótt Vetrarhátíðar í febrúar. Kvennakórinn Katla söng í tvo tíma tóna sem túlkuðu gang sólarinnar meðan bjart ljós skein inn um glugga gufunnar sem lýsti upp lárétta sólstafi.
Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.
Verkið er eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttir en í samtali við kórstýrurnar, Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur hönnuðu þær hljóðheiminn.
Sundlaugagestir ferðuðust inn og útúr verkinu eins og kórinn, og var því stöðug hreyfing á loftinu og tónunum. Gestir Vesturbæjarlaugar ýmist tóku undir söng eða hlustuðu.
Vala Smáradóttir kvikmyndagerðakona tók verkið upp og skóp úr því myndband.