Við munum öll eftir stórsmellinum Skólarapp. Rapp, skólarapp: „Inní skólastofunni okkar heyrist hlátur og klapp“
Allavega. Í tilefni af Degi rauða nefsins, sem var í beinni útsendingu á RÚV í kvöld, fengu Unicef og leikkonurnar Saga Garðars og Dóra Jóhanns landsliðið í rappi til að endurgera lagið og afraksturinn er í einu orði sagt stórkostlegur. Horfðu á myndbandið, sem Tjarnargatan framleiddi, hér fyrir neðan.
Þegar við segjum: „landsliðið í rappi“ þá meinum við nákvæmlega það. Og Þorvaldur Davíð og Sara Dís sneru að sjálfsögðu aftur í nýja myndbandinu.
Þessir tveir þurftu til dæmis að fara til skólastjórans. Við þurfum varla að kynna þá fyrir íslensku þjóðinni
Auður mætti líka á svæðið með skólastöskuna sína
Og Alvia Islandia skrópaði ekki í íþróttum frekar en fyrri daginn
Aron Can lét sig að sjálfsögðu ekki vanta
Og Reykjavíkurdætur fengu að fara á klósettið
Fyrirmyndarnemandinn Herra Hnetursmjör lætur ekki sitt eftir liggja
Dagur rauða nefsins er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Átakið náði hámarki í beinni útsendingu á RÚV í kvöld þar sem landslið leikara, grínista, tónlistarmanna og fjölmiðlafólks skoraði á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.