Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. En það er ekki alltaf gott. Eitt atriði úr Skaupinu virðist hafa fallið betur í kramið hjá börnunum en önnur. Það er kannski ekki skrýtið þar sem Justin Bieber var bara nefndur á nafn í einu atriði. Sjáðu atriðið hér fyrir ofan.
Foreldrar hafa notað Twitter til að segja frá því að börnin þeirra, mörg á leikskólaaldri, séu ennþá að endurtaka línu úr Skaupinu: „Ég svaf hjá Justin Bieber.“
#Skaupid sló í gegn á mínu heimili. 3 ára sonur minn hlær mikið í hvert sinn sem hann segir „Ég svaf hjá Justin Bieber“
— Sævar Reykjalín (@saevarreykjalin) January 5, 2016
https://twitter.com/baldursdottir_/status/683643410264227840
Systur mínar skiptast á að segja "ég svaf hjá Justin Bieber," þær eru 5 og 9 ára 🙂
— Ester Alda (@esteraldaa) January 1, 2016
"Ég svaf hjá Justin Bieber" galaði 5 ára sonur minn rétt í þessu #skaupið
— Hallgrímur ólafsson (@hallgrimurolafs) January 4, 2016