Gamanþátturinn Ligeglad fór af stað með þvílíkum látum á RÚV í gær. Bókstaflega. Persóna Önnu Svövu, sem heitir reyndar Anna Svava og er uppistandari eins og hún, fór á kostum og óð hreinlega í Ísland nánast eins og það leggur sig.
Saga Garðars, Salka Sól, Þórunn Antonía, múslimar, Mið-Ísland — og þá sérstaklega Jóhann Alfreð og Dóri DNA, Björk, Sigur Rós, mottumars, sjósund, cross fit … Hún hlífði engum og þessi byrjun var hrikalega góð.
Sjáðu Önnu Svövu tæta Ísland í sig í spilaranum hér fyrir ofan.
Á Twitter virtust flestir ánægðir með það sem þeir sáu. Sjálf var Anna Svava í spennufalli
Er í spennufalli! Rauð í kinnum með rauðvín í æðum. Takk #ligeglad
— anna svava (@annasvavaknuts) March 28, 2016
Og þau voru hrikalega sátt
Imo á raincheck aldrei að vera sagt öðruvísi en með dönskum hreim #Ligeglad ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️
— Kristín Pétursdóttir (@KrillaPe) March 28, 2016
Er að horfa a Ligeglad aftur ! Fullt af nýjum bröndurum sem eg tók ekki eftir i fyrsta skipti #adhd #ligeglad
— Maria Hjalmarsdottir (@mariamey) March 28, 2016
Ég hló alveg nokkrum sinnum upphátt #ligeglad
— Þossi (@thossmeister) March 28, 2016
Loksins eitthvað annað en sketsaþáttur og gott að auki! #ligeglad
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 28, 2016
Hvenær kemur "það meig einusinni á mig Grænlendingur" sem hringitónn? #ligeglad #frussuhlàtur
— Þorsteinn Másson (@steinimas) March 28, 2016
#ligeglad = Flest hlátrasköll yfir íslenskum grínþætt síðan #fóstbræður.
— Esther Ösp (@estherosp) March 28, 2016
Sjitt hvað #ligeglad er gott stöff!! Töskuþjófurinn var uppáhalds. Og styttan að kúka. Og bara allt sem Anna Svava sagði. Og bara allt.
— Guðmundur (@GummiFel) March 28, 2016
Ég var að horfa á #Ligeglad í annað skipti. Langar í meira strax
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) March 29, 2016
#ligeglad 9/10 mun horfa á áfram
— María Hjarðar (@mariahjardar) March 29, 2016
Það voru samt ekki allir jafn sáttir
https://twitter.com/ragnarsig/status/714616136952909824
Þá er maður búin að horfa á fyrsta þáttinn af #Ligeglad og verður hann sá eini.
— Heiðrún María (@heidrunm85) March 29, 2016
#ligeglad fannst mér ekki gott. Þið sem skemmtuð ykkur yfir þessu, göða skemmtun með restina. Mússíkin var reyndar góð.
— Hallur Guðmundsson (@hallurg) March 28, 2016
Sérstaklega ekki á Facebook eins og Pétur Jónsson benti á
Uss. Það er ekki sama hamingjan á FB og á Twitter með #ligeglad sko. pic.twitter.com/hAAdFCOEWC
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) March 28, 2016
@senordonpedro pic.twitter.com/yOkT6f9gDE
— Petur Jonsson (@senordonpedro) March 28, 2016
@senordonpedro pic.twitter.com/YBHdvyZFQF
— Petur Jonsson (@senordonpedro) March 28, 2016