Auglýsing

Límd saman á góðgerðadegi Versló og skiptast á að fara í tíma, stelpur aflituðu augabrúnirnar

Í dag þurfa nemendur Verslunarskólans sem lofuðu að framkvæma hitt og þetta til að safna áheitum fyrir börn á flótta í Sýrlandi að standa við loforð sín.

Þessa vikuna er árleg góðgerðarvika skólans en þær hafa verið haldnar árlega frá árinu 2007.

Sjá einnig: Þúsund manns fylgdust með Vésteini skríða í skólann: „Hugsa að ég fái að sleppa íþróttum í dag“

Elísabet Inga, útsendari Nútímans, heimsótti skólann í dag og fylgdist með nemendum takast á við ýmsar áskoranir í von um að safna sem hæstum fjárhæðum. Á göngum skólans mátti meðal annars sjá stelpu og strák sem búið var að líma saman með límbandi. Þau eru ekki í sama bekk þannig að þau skiptust á að mæta í tíma hvort hjá öðru í dag.

Einnig létu stúlkur aflita á sér augabrúnirnar, einn nemandi skreið í skólann og að minnsta kosti tveir fengu sér tattú.

Hér er hægt að heita á nemendur Versló
Kennitala: 441079-0609
Reikningsnúmer: 515-14-106760

Aur appið: 1237896262

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing