Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson vinna því að setja upp sýninguna Icelandic Lava Show í Reykjavík þar sem hraun verður brætt og látið renna inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.
Nútíminn fylgist með ferlinu og þriðji þáttur er kominn í loftið. Horfðu á þáttinn hér fyrir ofan.
- þáttur: „Það verður rennandi hraun í Reykjavík“
- þáttur: „Við bætum upp veikleika hvors annars og ýtum undir styrkleika hvors annars“
Hugmyndin var ein af tíu hugmyndum sem valdar voru til þátttöku í Startup Reykjavík í sumar. Í þriðja þættinum fylgjumst við með þegar bandaríski hraunsérfræðingurinn Robert Wysocki mætti til landsins og prófaði að bræða með þeim hraun og láta renna á ís.
Prófunin er miklu minni í sniðum en sýningin kemur til með að vera, eins og Júlíus útskýrir í myndbandinu. Einn og hálfur lítri af hrauni var bræddur þennan dag en á hverri sýningu verða í kringum 500 lítrar bræddir.
Í fjórða og síðasta þættinum í næstu viku fáum svo að fylgjast með Ragnhildi og Júlíusi kynna hugmyndina fyrir fjárfestum á lokadegi Startup Reykjavík.
Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við Arion banka sem er eigandi tveggja viðskiptahraðla á Íslandi, Startup Reykjavík og Startup Energy Reykjavík. Arion banki hefur fjárfest í yfir 70 íslenskum sprotafyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðlana tvo.
Hugmyndirnar í Startup Reykjavík eru afar fjölbreyttar — allt frá byltingarkenndum aðferðum við nýtingu á stofnfrumum til tölvuleikja og súkkulaðiframleiðslu. Kynntu þér málið á vef keppninnar.