Auglýsing

Með eiginhandaráritun Helgu Möller húðflúraða á síðuna: „Frekar einföld ákvörðun“

Þegar við fréttum að Björn Björgvin væri með eiginhandaráritun Helgu Möller húðflúraða á síðuna urðum við að hitta hann. Björn var til í að sýna okkur flúrið og Elísabet Inga, útsendari Nútímans, fór á staðinn og fékk að heyra söguna á bakvið það. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

„Þetta var frekar einföld ákvörðun fyrir mig. Ég hef alltaf haft gaman að Helgu Möller og sendi henni vinabeiðni á Facebook. Ég tók mér svo nokkra mánuði í að mana mig upp í að biðja hana um að senda mér eiginhandaráritun,“ segir Björn léttur.

Ég er allavega ekki búinn að fá nálgunarbann á mig ennþá. Þannig að það er jákvætt. Sumir halda upp Bítlana eða Whitney Houston — ég hef gaman að Helgu Möller.

Björn segir að Helga sjálf sé mjög ánægð með húðflúrið. „Hún spurði mig reyndar, þegar ég sendi henni póstinn, hvort ég vildi ekki hugsa mig aðeins um en ég sagði að ég þyrfti þess ekki.“

▶️ Hvað finnst túristunum um listamannalaun? „You can’t live without art“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing