Landsfundur Repúblikanaflokksins fer nú fram með látum í Bandaríkjunum. Ein af fréttum dagsins var sú að Melania Trump, eiginkona frambjóðandans Donalds Trump, stal ræðu sinni sem hún flutti í dag frá Michelle Obama, sem flutti sína ræðu árið 2008.
Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan. Þar er búið að stilla brotum úr ræðunum tveimur upp sem sýnir með óyggjandi hætti að hún stal ræðunni, sem hún segist í þokkabót hafa skrifað sjálf.
Það ótrúlegasta í málinu er að talsmaður Trump neitar því að ræðan sé stolin og segir ásakanir þess efnis vera árásir frá engri annarri en Hillary Clinton.
Horfðu á þetta ótrúlega myndband hér fyrir neðan.