Meryl Streep lét Donald Trump heyra það þegar hún tók tók við Cecil B. Demille-verðlaununum á Golden Globe-hátíðinni í gær. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til skemmtanabransans. Horfðu á ræðuna hér fyrir neðan.
Trump tekur við embætti í janúar. Streep hóf ræðu sína á því að segja að enginn hafi verið meira níddur en hópurinn sem væri viðstaddur hátíðina: „Hollywood, útlendingar og fjölmiðlar,“ sagði hún og uppskar mikinn hlátur. Golden Globe-verðlaunin eru veitt af samtökum erlendra blaðamanna í Hollywood.
Streep var þar að vísa í Trump sem lét að minnsta kosti tvo af þessum hópum fá það óþvegið í kosningabaráttu sinni. Hún rifjaði svo upp frægt atvik úr kosningabaráttunni þegar Trump gerði opinberlega grín að fötluðum blaðamanni.
„Þetta var augnablik þar sem manneskja sem var að óska eftir því að setjast í virtasta stól í landinu okkar hermdi eftir og hæddist að fötluðum blaðamanni,“ sagði Streep en hún nefndi Trump aldrei á nafn. „Ég næ þessu ekki í úr höfði mínu vegna þess að þetta var ekki kvikmynd. Þetta var lífið sjálft.“
Streep sagði að svona hegðun smitist út í samfélagið. „Þetta gefur eiginlega öðrum leyfi til að gera það sama. Vanvirðing býður upp á vanvirðingu. Ofbeldi hvetur til ofbeldis. Og þegar valdamikið fólk notar stöðu sína til að leggja fólk í einelti þá töpum við öll.“
Horfðu á ræðuna hér fyrir neðan
At tonight’s #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6
— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017