Breska hljómsveitin Mumford & Sons tók frægt fagn íslenska stuðningsfólksins á tónleikum sínum í Árósum í dag. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.
Sjá einnig: Rainn Wilson úr The Office horfði á Ísland vinna England á N1 Bíldshöfða
Bergdís Þrastardóttir var stödd á tónleikunum og birti myndbandið á Facebook-síðu sinni. Hún segir þá félaga hafa spurt hvort það væru Íslendingar á meðal áhorfenda og óskað þeim svo til hamingju með sigurinn á Englandi á EM í Frakklandi í gær.
Mumford & Sons er frá Lundúnum þannig að meðlimir hljómsveitarinnar eru augljóslega ekki tapsárir. Bergdís segir að fólk hafi svo tekið fagnið á ný til að klappa hljómsveitina upp.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.