Auglýsing

Myndband átján ára skíðakappa vekur gríðarlega athygli, leikur ýmsar listir í íþróttasal

Myndskeið sem sýnir átján ára svissneskan skíðakappa leika listir sínar í íþróttasal í Sviss hefur vakið gríðarlega athygli.

Ungi maðurinn gerir ýmsar æfingar sem reyna á jafnvægið og ákvað hann að deila myndbandinu þegar honum tókst að leysa allar þrautirnar í tíundu tilraun.

Andri Ragettli er nemandi í svissneskum íþróttaskóla. Hann segist í samtali við BBC hafa gaman af því að skora á sjálfan sig.

Það sé honum, sem og öðru skíðafólki, mikilvægt að búa yfir góðu jafnvægi og æfingarnar sem hann framkvæmir í myndbandinu eru hluti af því að æfa það.

Ragettli birti myndbandið 25. september. Það er komið með rúmlega þrjár milljónir áhorfa, fleiri en 8.500 manns hafa lækað það og rúmlega 2.500 manns hafa skilið eftir athugasemd. Þá hafa fleiri en 14 þúsund deilt myndskeiðinu.

Það verður að teljast nokkuð gott.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing