Við fáum ekki nóg af viðbrögðum Cristiano Ronaldo við jafntefli Portúgals og Íslands í gær. Vefmiðillinn The Score greinir frá því að Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, hafi viljað skiptast á treyjum við Ronaldo, sem er algengur virðingarvottur eftir fótboltaleiki.
Nýr flipi: Svona sjáum við fyrir okkur samskipti Arons Einars og Ronaldo, sjáðu myndbandið
Ronaldo var hins vegar ekki til í það eins og myndbandið hér fyrir ofan sýnir. Og sjónvarpsmenn skemmta sér konunglega yfir viðbrögðum stórstjörnunnar.